fbpx

Sunnudagsgleði á Sognsvann

Það er ekki á hverjum degi sem fjölskyldur taka með sér sundföt í Sunnudagsskólann en það var raunin síðastliðinn sunnudag þegar hitastigið fór upp í 25 gráður um miðjan dag.

Eftir mikinn söng og gleði, pokahlaup, kubb, skák, náttúruföndur og önnur gefandi verkefni gáfu margar fjölskyldur sér tíma og kældu sig í fersku vatninu.

Pylsur, ís, brosandi andlit, afslöppuð stemning og vinátta ríkti yfir svæðinu ❤️

Takk kærlega fyrir komuna öll sömul.

Sjáumst í Sunnudagsskólanum í haust!

Næsti sunnudagaskóli er 12.september í Ólafíustofu