Jólahátíðir um land allt í desember

Um helgina fórum við til Kristiansand og Sandefjord til að fagna með samlöndum okkar þar jólahátíðunum. Það var góð stemmning, kökuborðin hlaðin kræsingum, hátíðlegar guðþjónustur og jólaböllin lífleg og skemmtileg. Tónlistarfólkið Björg og Þorkell komu með okkur frá Osló og sáu til þess að setja punktinn yfir i-ið með hátíðlegum...

Continue reading

Fjölbreyttur og skemmtilegur sunnudagur í kirkjustarfinu

Það var margt um að vera hjá okkur síðastliðinn sunnudag í starfinu. Í Ólafíustofu var bæði ungmennahittingur og æfing hjá barnakórnum Litla Laffí. Það var góð mæting á ungmennahittinginn en tíu ungmenni frá Osló og nágrenni áttu saman dásamlegan sunnudag með leiðtogunum Natalíu Rán og Líf. Farið var á jólamarkaðinn...

Continue reading

Jólastuðningur Ólafíusjóðs

JÓLASTUÐNINGUR ÓLAFÍUSJÓÐS Við minnum á að hægt að sækja um stuðning fyrir jólin hjá Ólafíusjóðnum. Veittir verða jólagjafastyrkir fyrir börnin og matarstyrkir bæði handa fjölskyldum og einstaklingum. Jólagjafastyrkurinn er fyrir fjölskyldur sem sjá ekki fram á að hafa efni á jólagjöfum fyrir börnin sín þessi jólin og er veittur styrkur...

Continue reading

Handavinnuferð kirkjunnar í Íslendingahúsið við Norefjell.

Síðustu helgi fór stór kvennahópur frá Osló og nágrenni í Íslendingahúsið til að verja saman gæðatíma saman. Dagskráin var litrík af sjálfstyrkjandi verkefnum, útiveru og handavinnu. Veðrið lék við hópnum og sokkar, bangsar, peysur, teppi og fleira runnu af prjónunum. Yndisleg samvera í góðra kvenna hópi. Takk fyrir samveruna allar.

Continue reading

Styrktartónleikar fyrir Ólafíusjóð og minningartónleikar fyrir Guðbjörgu Magnúsdóttir

Á sunnudaginn heiðruðum við Guðbjörgu Magnúsdóttur tónlistarkonu með glæsilegum minningartónleikum í Bøler kirkju Guðbjörg sat nokkur ár í stjórn Ólafíusjóðs og var sjóðurinn henni afar hugleikinn. Hún lagði sitt af mörkum til þess að safna fjármagni fyrir styrktarsjóðinn, fyrir nauðstadda Íslendinga í Noregi. Guðbjörg féll frá í september 2023 eftir...

Continue reading

September í kirkjustarfinu

September var skemmtilegur í starfi Íslensku kirkjunnar í Noregi. Það sem einkenndi mánuðinn voru ferðalög og starfsemi um víðan völl. Það voru haldnar hausthátíðir í Ósló, Sandefjord og Kristiansand. Sólin lét sjá sig á öllum áfangastöðunum og því yndislegt að bjóða upp á skapandi smiðjur bæði úti og inni. Barnakórinn...

Continue reading