fbpx

Handavinnukvöld- Lærum Baldýringu saman.

Á fimmtudaginn þann 25.september er handavinnuhittingur í Ólafíustofu sem hefst kl 18:00. Við erum samt á staðnum frá kl 17:00 ef þið viljið koma beint eftir vinnu.

Að þessu sinni er hópur sem ætlar að skoða betur baldýringu sem er útsaumsaðferð fyrir t.d. þjóðbúninginn okkar. Þannig ef þú hefur áhuga á að skoða það með þeim þá er um að gera að mæta.

Að vanda verður svo hittingurinn í boði fyrir alla, þá sem eru að prjóna, hekla eða vilja koma til að spjalla við aðra Íslendinga.

Hlökkum til að sjá ykkur.

P.s. ef þið stefnið á mætingu þykir okkur alltaf vænt um að heyra frá ykkur. Þið getið skrifað hér í athugasemdum. Það er bara gert upp á innkaupin fyrir kvöldið í huga og ekkert mál ef aðstæður breytast.

Sjáumst.

Ljósmyndirnar eru fengnar frá Heimilisiðnaðarfélaginu.