Nýr sóknarprestur settur í embætti.
Sunnudaginn 31.ágúst verður Innsetningar Guðsþjónusta kl. 11:00 í Sænsku kirkjunni. Við hátíðlega athöfn verður sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir formlega sett inn í embætti sóknarprests Íslensku kirkjunnar í Noregi af prófasti sr.Bryndísi Möllu Elídóttur. Prófastur mun ásamt sr.Lilju Kristínu þjóna fyrir altari og lesa upp erindisbréf biskups Íslands.
Gengið verður til altaris.
Ískórinn og Laffí koma fram undir stjórn Rebekku Ingibjartsdóttir.
Organisti Maren Barlien.
Gítarleikarinn Bjarni Már Ingólfsson spilar fyrir okkur hugljúfa tóna.
Kaffiveitingar eru í umsjón Íslendingafélagsins og er Pálínuboð að vanda. Við hvetjum ykkur til þess að taka með smá kruðerí á borðið.
Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í umsjón Rebekku Ingibjartsdóttur og Litla Laffí verður með opna kóræfingu.
Hlökkum til sjá ykkur
