fbpx

Uppstigningardagur í Bodø

Við vorum í Bodø á uppstigningardag þar sem við hittumst hressa Íslendinga á útivistarsvæði sem heitir Geitvåg og örlætið átti sér engin takmörk þarna. Yndislegar móttökur og allt græjað með bros á vör. Einhverjir komu langt að og allir tilbúnir að leggja á sig og hjálpast að fyrir þetta yndislega samfélag og þessa ljúfu stund sem við áttum saman, með útihelgistund, söng, sápukúlum, grilluðum hamborgurum og góðu spjalli á eftir.

Það var vel fyllt á þakklætisbankann hjá okkur og við hlökkum til að koma aftur🥰