Auka-aðalfundur Íslensku kirkjunnar í Noregi verður haldinn fimmtudaginn 14. ágúst 2025 kl. 16:00. Fundurinn fer fram rafrænt, en einnig er hægt að taka þátt í honum í Ólafíustofu.
Samkvæmt 2. grein laga Íslensku kirkjunnar í Noregi hafa allir safnaðarmenn, 16 ára og eldri, kosningarrétt á fundinum.
Tilefni fundarins – tillaga um sölu á prestbústað
Prestbústaður Íslensku kirkjunnar í Noregi að Gamle Bygdevei 197 í Osló hefur ekki verið nýttur af núverandi presti. Þar sem umsýsla fasteigna, sem ekki tengjast beint kirkjustarfinu, fellur utan megintilgangs kirkjunnar, hefur stjórn kirkjunnar farið yfir málið.
Viðhaldsþörf hússins er töluverð og rekstur þess kallar á verulegan kostnað. Að mati stjórnar er því rétt að selja eignina, að fengnu faglegu verðmati og fyrir sanngjarnt söluverð.
Ef fundurinn samþykkir tillögu stjórnar verður aflað verðmats og söluferli hafið eigi síðar en í október 2025.
Tillaga stjórnar
Lagt er til að aðalfundur veiti stjórn heimild til að selja prestbústaðinn að Gamle Bygdevei 197, Osló.
Dagskrá fundarins
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Kynning á tillögu stjórnar um sölu á prestbústað
- Kosning um tillögu stjórnar (sjá lið 2.)
(Kosið verður einungis með eða á móti tillögunni)
Skráning og þátttaka
Vinsamlega skráið ykkur til þátttöku eigi síðar en sunnudaginn 10. ágúst 2025 með því að senda tölvupóst á: kirkjan@kirkjan.no
Þeir sem skrá sig fá sendan hlekk á fundinn í tölvupósti.
Ekki þarf að skrá sig sérstaklega fyrir þá sem ætla að taka þátt í Ólafíustofu.
Nánari upplýsingar veita:
• Berglind Gunnarsdóttir, skrifstofustýra safnaðarins og Ólafíustofu – berglind@kirkjan.no
• Jenný Rut Sigurgeirsdóttir, formaður stjórnar – jennyrut@kirkjan.no
Lög Íslensku kirkjunnar í Noregi má finna hér:
https://www.kirkjan.no/sofnudurinn/logogreglur22/
