fbpx

Sjómannadagurinn í Tromsø

• N O R Ð U R N O R E G U R•

Við héldum sjómannadaginn hátíðlegan í Tromsø með Íslendingafélaginu Hrafnaflóka. Nátturufegurðin á Hella varð að fallegustu útikirkju þar sem sr Inga bauð upp á ljúfa og skemmtilega helgistund.🌿🌸🪨

Hrafnaflóki bauð upp á grillaðar pylsur og “fermingarveislu” og að sjálfsögðu var svo farið pokahlaup, ratleik á íslensku, málað og krakkarnir voru ekki lengi að veiða fyrsta fiskinn.🐟

Yndislegur félagsskapur og virkilega hlýtt viðmót🥰

Hjartans þakkir fyrir daginn og örlætið elsku vinir, og til hamingju með daginn sjómenn ⚓️🇮🇸⛴️

Veðrið hefur svo sannanlega leikið við okkur þessa daga og útsýnið úr flugvélinni var upp á tíu.

Ekki síðra hefur verið að kynnast öllu því dásamlega fólki sem við höfum hitt og endurnýja kynnin við þau sem við höfum hitt. Okkur er þakklæti efst í huga fyrir samfélagið okkar, hlýju, samtölin og að vera alltaf til í allt með okkur🥰🙏🤩

Þangað til næst… ást og kærleikur!!