Öskudagurinn í Osló.
150 manns!
Við elskum töfrana þegar kirkjurýmið fyllist af fólki, kærleika og gleði. Í dag gerðist það. 
Í hvert einasta skipti þegar við upplifum svona fjölda og alla gleðina með ykkur verðum við nánast orðlaus af hamingju.
Kirkjan er fólkið. 
Kirkjan er þú 
Gróa Hreins var í heimsókn frá Noregi og spilaði undir ásamt því að kenna okkur lagið Riddar kærleikans.
“Vertu sól fyrir þá
sem að birtuna ei sjá
Vertu vin fyrir þann
sem vonleysið fann.
Vertu viti á leið
fyrir vini í neyð.
Vertu riddari kærleikans.”
Sr Inga Harðardóttir leiddi stundina. Hún var vorið sjálft sem var viðeigandi fyrir daginn.
LAFFÍ vokalensemble söng fyrir okkur dásamlega að vanda. Kórstjórinn Rebekka Ingibjartsdottir-Musiker var í hænubúning 
Íslendingafélagið í Oslo hvar eigum við að byrja ?
Það voru sennilega ekki margar pásur í dag fyrir þessar valkyrjur en með bros á vör sinntu þær kaffinu fyrir ca 150 manns í dag. TAKK og kærleiksfaðmur
Elsku samfélag, takk fyrir að fylla kökuborðið af veitingum. Takk fyrir að taka þátt. Takk fyrir kærleikann. Þið eruð mögnuð!
Með öðrum orðum, elsku öll sem komuð að deginum með okkur. Hjartans hjartans þakkir!
 Pálína Ósk Hraundal (menningarfulltrúi)
Pálína Ósk Hraundal (menningarfulltrúi)
