Lög Ólafíusjóðs – Greinargerð með lagabreytingum -aðalfundur mars 2025
Almennar breytingar á lögunum (ekki efnislegar):
Bætt hefur verið fyrirsögnum á allar lagagreinar til þess að gera innihaldið aðgengilegra. Einnig hafa verið gerðarbreytingar í samræmi við þær sem gerðar hafa verið á lögum Íslensku kirkjunnar sl. ár þar sem orðinu „söfnuður“ hefur verið skipt út fyrir „kirkjan“.
Um breytingar á 1. gr.
Í núgildandi lögum segir að Ólafíusjóður heyrir undir Íslenska söfnuðinn í Noregi.
Lögð er til breyting í fyrstu setningu sem segir að Ólafíusjóður heyrir undir Íslensku kirkjuna.
Orðið „atkvæðabærir“ er breytt í atkvæðisbærir. Um er að ræða leiðréttingu á stafsetningarvillu.
Um breytingar á 2. gr.
Í núgildandi lögum segir í annari setingu að úthlutanir skulu miðast við úthlutunar- og starfsreglur stjórnar hverju sinni sem skulu samþykktar á aðalfundi hvert ár. Það er ekki rétt vegna þess að úthlutunar- og starfsreglur eru ekki samþykktar heldur lagðar fram á aðalfundi.
Breytingartillaga: „Úthlutanir skulu miðast við úthlutunar- og starfsreglur stjórnar hverju sinni sem skulu lagðar fram á aðalfundi hvert ár.“
Um er að ræða tæknileg breyting á orðalagi sem er í samræmi við framkvæmd.
Um breytingar á 3. gr.
Í núgildandi lögum segir að „Aðal styrktaraðili Ólafíusjóðs er Íslenski söfnuðurinn í Noregi.
Lögð er til breyting á fyrstu setningu sem segir að aðal styrktaraðli Ólafíusjóðs sé Íslenska kirkjan.
Í þriðju setningu er lögð til breyting: „. eða með því að standa fyrir viðburðum í fjáröflunarskyni.“ Hér má nefna sem dæmi Ólafíuhátið sem haldin er árlega.
Um breytingar á 4. gr.
Lögð er til breyting í fyrstu setningu fyrstu málsgrein þar semsöfnuður er skipt út fyrir Íslensku kirkjuna. Breytingin er í samræmi við aðrar lagabreytingar í lögunum sbr. 1 gr. og 3 gr. að ofan.
Lögð er til breyting á orðalagi í annari málsgrein nr. 4 og 5 þar sem orðin „samþykkt og umræða“ á starfsreglum og úthlutunarreglum eru tekin út. Hér er um að ræða einföldun á orðalagi vegna þess að reglurnar eru að öllu jöfnu ekki samþykktar eða ræddar á aðalfundi nema um breytingar sé að ræða.
Í núgildandi lögum segir í þriðju málsgrein að tillögur skulu berast minnst tveimur vikum fyrir aðalfund. Lögð er til breyting þess efnis að tillögur skulu berast minnst fjórumvikum fyrir aðalfund. Breytingin er gerð í einföldunarskyni til þess að hafa sama tímafrest hér og í 10. gr. varðandi breytingar á lögum.
Um breytingar á 5. gr.
Í núgildandi lögum segir í þriðju málsgrein að „Sóknarprestur Íslenska safnaðarins í Noregi er starfsmaður sjóðsins.“
Lögð er til breyting sem segir að „Sóknarprestur Íslensku kirkjunnar í Noregi er starfsmaður sjóðsins.“
Um breytingar á 8. gr.
Í núgildandi lögum segir að „Leggja skal inn skrifleg umsókn um styrk til sjóðsins allar umsóknir skulu meðhöndlast sem trúnaðarmál.“
Lögð er til eftirfarandi breyting á orðalagi: “Leggja skal inn skriflega umsókn um styrk til sjóðsins. Fara skal með allar umsóknir sem trúnaðarmál.“
Hér er ekki um efnislega breytingu að ræða.
Um breytingar á 9. gr.
Í núgildandi lögum segir í fyrstu málsgrein að: „Ef sjóðurinn leggst niður ganga alla eigur hans til Íslenska safnaðarins í Noregi.“
Lögð er til breyting á annari setningu sem segir til um hvað gera skal ef búið er að leggja niður Íslenska söfnuðinn í Noregi: „Ef búið er að leggja niður Íslenska söfnuðinn ganga eigur Ólafíusjóðs til Íslensku þjóðkirkjunnar í samræmi við lög íslensku kirkjunnar í Noregi.“ Breyting þessi er í samræmi við 6. gr laga Íslensku kirkjunnar sem segir að: „Ef söfnuðurinn leggst niður ganga eigur hans til Íslensku Þjóðkirkjunnar.“
Um breytingar á 10. gr.
Í núgildandi lögum segir að: „Breyting á lögum þessum öðlast fyrst gildi þegar tveir aðalfundir í röð hafa samþykkt óbreytta tillögu.“
Lögð er til eftirfarandi breyting: „Breyting á lögum þessum öðlast gildi þegar einn aðalfundur er búinn að samþykkja breytinguna“.
Um er að ræða efnislega breytingu þess eðlis að einn aðalfund þurfi til þess að samþykkja tillöguna. Ástæða þess er sú að það er óþarflega þungt í vöfum ef það þarf tvo aðalfundi til að breyta lögum.
Í annari setningu er lögð til breyting þar sem orðið „söfnuður“ er tekið út og „kirkjan“ sett inn þess í stað. Er þetta í samræmi við aðrar breytingar á lögunum.
Lagabreytingar-Olafiusjods-2025