Maí mánuður var líflegur og skemmtilegur í starfi Íslensku kirkjunnar í Noregi.Vorhátíðir, pönnukökukaffi, bókamarkaður, ungmennahittingar, krúttlegu krílahittingarnir okkar og fermingarferðalag svo eitthvað sé nefnt.Það komu líka margir í kaffisopa til okkar í Ólafíustofu í Osló á öllum aldri sem okkur þykir alltaf vænt um Hér getið þið séð skemmtilegt myndband frá starfinu á þessum fallega vormánuði í kirkjunni