
Sóknarprestur Íslenska safnaðarins í Noregi er sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir. Hún tók til starfa 1. ágúst 2025 og var formlega sett í embætti þann 31. ágúst í Sænsku Margareta kirkjunni í Ósló.
Lilja Kristín er fædd þann 4.október árið 1969 í Reykjavík og alin upp á Húsavík.
Foreldrar henner eru Gréta Fjelsteð Kristinsdóttir og Þorsteinn Guðnason.
Lilja Kristín er gift Eiríki Jóni Gunnarssyni.
Þau eiga tvo syni og eina dóttur, Þorstein Grétar, Helga Snæ og Sigurbjörgu, fædd árin 1994, 1996 og 2001.
Lilja Kristin var vígð til prestþjónustu í Raufarhafnarprestakalli þann 15. júni árið 1997 og hefur að baki víðtæka reynslu af preststarfinu, en að auki hefur hún reynslu af félagsstarfi, skólastarfi og störfum er varða almannatengsl.
Lilja er til viðtals í Ólafíustofu eftir samkomulagi.
Hægt er að óska eftir viðtali, spjalli, skírn, hjónavígslu, sálgæslu, fermingu eða útför, með því að senda póst á lilja@kirkjan.no.
Prestar frá stofnun safnaðarins:
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson
– Sóknarprestur 1996-1999
Sr. Sigrún Óskarsdóttir
– Sóknarprestur 1999-2001
Sr. Hannes Björnsson
– Sóknarprestur 2001-2004
Sr. Helgi Hróbjartsson
– Sóknarprestur 2004-2007
Sr. Arna Grétarsdóttir
– Sóknarprestur 2007-2016
Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir
– var vígð sem annar prestur við söfnuðinn árið 2015.
– Prestur 2015-2017
Sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir
– Sóknarprestur 2016-2018
Sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir
– Prestur 2017-2018
Sr. Þórey Guðmundsdóttir
– Afleysingaprestur 2019
Sr. Inga Harðardóttir
– Sóknarprestur frá 2019-2025
Sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir
– Sóknarprestur frá 2025
