– Samtalspunktar fyrir verðandi brúðhjón –

Samskipti
 Hvað gerið þið til að rækta samband ykkar?
 Hvernig vilduð þið rækta sambandið?

Hvað gerið þið til að rækta ykkur sjálf sem einstaklinga?
 Hvernig tjáið þið tilfinningar ykkar? (Ást, sorg, gleði, reiði, þreytu, vellíðan, óánægju o.s.frv.)
 Hvernig leysið þið ágreining?

Hvað er fyrirgefning í ykkar huga og hvað er sátt?

Viðhorf ykkar til

a)     að leita til þriðja aðila í þrengingum eða erfiðum tímapunktum í lífinu.

b)    atvinnu/náms hvors annars.

c)     trúmála – Hver er ykkar trúarafstaða?

d)    lífsins – Hver eru ykkar lífsgildi?

Fjölskylda og vinir
 Hvernig er samskiptum ykkar háttað við tengdafjölskyldu og/eða aðra í stórfjölskyldunni?
 Hvernig og hvaða áhrif hefur hún á ykkar samband?
 Hvernig er samskiptum ykkar háttað við vini?
 Hvernig og hvaða áhrif hafa þeir á ykkar samband?
 Hvernig er ykkar fjölskylda?

Hver eru framtíðarplön varðandi

a)     barneignir

b)    atvinnu og/eða nám

c)     húsnæði/búsetu

Viðhorf ykkar til

a)     barnauppeldis

b)    þess að leggja rækt við fjölskyldubönd

c)     þess að leggja rækt við vináttubönd

Að reka “fyrirtækið Hjónaband

Heimilisstörf

a)     Uppvask og þvottur

b)    Hreingerning/tiltekt

c)     Matreiðsla og innkaup

d)    Bíllinn

e)    Viðhald og útiverkin

Skipulagning og ábyrgð

a)     Skipulagning á sameiginlegu fríi

b)    Veikindadagar barna

c)     Utanumhald um læknisheimsóknir

d)    Heimanám, skólaviðburðir og tómstundir barna

e)    Hátíðahöld í fjölskyldu, jólagjafir, afmæli

Fjármál

a)     Skiptur fjárhagur

b)    Sameiginleg  ábyrgð

c)     Ákvarðanir varðandi fjárfestingar og lántöku

Stóra spurningin!
 Hvers vegna vilt þú ganga að eiga tilvonandi maka þinn?
 Lýstu maka þínum í nokkrum setningum.
 Hjónaefnin svari hvort fyrir sig. Sumum fellur betur að skrifa hugsanir sínar niður á blað.
 

Hafið endilega samband ef eitthvað kemur upp í samtali ykkar sem þið viljið ræða frekar undir minni handleiðslu.

Gangi ykkur vel og Guð blessi ykkur!