Hjónavígslan er byggð upp á þennan hátt:
BRÚÐARMARS eða annað forspil
(SÁLMUR)
ÁVARP
· Hefst með signingu og svo ræða og ávarp til brúðhjóna
SÁLMUR
· Að sálminum loknum ganga brúðhjónin að gráðum.
RITNINGARORÐ OG HJÓNAVÍGSLA.
· Fyrst lesnir textar (prestur eða aðstandendur, svaramenn…)
· Hjónaefni spurð tveggja spurninga hvort.
· Síðan er skipst á hringum.
· Þau heilsast síðan með hægri hönd er prestur biður þau um það. Prestur leggur hönd sína yfir samanteknar hendur þeirra og lýsir vígslu.
· Þá krúpa brúðhjónin á gráðurnar, svaramenn setjast saman og er beðið bænar sem endar á “…..um aldir alda.” Allir svara: “amen”. Síðan biðja allir saman Faðir vor.
· Þá er lýst blessun og brúðhjón rísa á fætur, kyssast og setjast saman.
LAG/SÁLMUR
(BÆN.)
(LAG/SÁLMUR.)
BLESSUN
ÚTGÖNGUMARS eða annað eftirspil