fbpx

Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka – fyrirlestur á Zoom

Event details

  • Fimmtudagur | 4. febrúar 2021
  • 20:30

Þann 4. Febrúar ætlar Hlín Magnúsdóttir, frá Fjölbreyttum kennsluaðferðum fyrir fjöruga krakka, að koma til okkar í gegnum skjáinn og halda fyrir okkur mjög gagnlegan og áhugaverðan fyrirlestur.

Hlín hefur brennandi áhuga á öllu sem viðkemur kennslu, uppeldi, menntun og leik barna.
Hún er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræðum ásamt BA-gráðu í sálfræði og diplómagráðu í kennslufræðum og málþroska og læsi.

Hlín hefur gefið út mikið af námsefni og er þekkt fyrir fjölbreytt og skemmtileg verkefni ætluð til að auka skilning barna og unglinga.

Þetta kvöld ætlar Hlín að fræða okkur um aðferðir og hugmyndir sem við getum notað í hversdagsleikanum til þess að auka skilning og kunnáttu barna á íslensku. Ásamt fræðslu ætlar hún að gefa okkur upplýsingar um verkefni sem við getum nýtt okkur eftir fyrirlesturinn til þess að halda vegferðinni áfram með krökkunum.

Fyrirlesturinn er ætlaður foreldrum og/eða þeim sem eru í daglegu starfi og hafa umsjón með íslenskum börnum og unglingum.

  • Hvernig getum við aukið orðaforða barnanna okkar ?
  • Hvernig getum við útskýrt íslenska málfræði á skemmtilegan og skilningsríkann máta ?
  • Hvernig getum við fundið tíma til þess að styrkja móðurtungumálið okkar í daglegu lífi ?
Þetta er fyrirlestur sem þú vilt ekki missa af.

Þátttaka er ókeypis en skráning er nauðsynleg í netfangið palina@kirkjan.no.

Sjáumst á Zoom þann 4. Feb kl 20:30.
Meeting ID: 895 5804 9028
( Fundurinn er stilltur þannig að þáttakendur eru án hljóðs þegar þeir koma inn á fund.)