Krílakaffi í Ólafíustofu
Foreldrum ungra barna er boðið að eiga notalega og góða stund í Ólafíustofu. Það er tilvalið fyrir foreldra og forráðamenn, afa og ömmur, eða aðra sem eru að gæta ungra barna, að koma og spjalla saman, syngja með litlu krílunum og eiga gæðastund í góðu samfélagi. Boðið er upp á kaffi og léttar veitingar.

Krílakaffið er yfirleitt einn fimmtudag í mánuði frá kl. 11 en nánari upplýsingar má fá á Facebook-síðu safnaðarins, www.facebook.com/islenskakirkjan/ en þar er er að finna dagsetningar og tíma fyrir hvern viðburð.

Verið hjartanlega velkomin!!