Allar umsóknir eru sendar á skrifstofu prest sem leggur þær fyrir stjórn sjóðsins.

Stjórn metur hverja umsókn fyrir sig og ákveður hvort hún sé þess eðlis að hún sé styrkhæf.

Ef umsókn gefur til kynna að ráðgjöf hjálpi frekar en beinn styrkur er stjórn heimilt að bjóða fyrsta tíma í ráðgjöf á kostnað sjóðsins.

Við vafamál geti stjórn ráðfært sig við lögfræðing, sendiráð og stjórn safnaðar.

Upphæð styrks getur aldrei farið yfir það hámark sem ákveðið er á aðalfundi hvert ár. 

Hámark er í dag 9000 NOK.

Við andlát og alvarleg veikindi sé veittur hámarksstyrkur. 

Við þær aðstæður skal einnig bjóða fram sálarhjálp, samtal við prest og ef fólk þarf tíma hjá lögfræðing. 

Enginn getur fengið tvívegis styrk frá sjóðnum af sömu ástæðu.

Almenna reglan er sú að Ólafíusjóður styrkir einungis Íslenska einstaklinga sem eru búsettir í Noregi en þó er hægt að gera undantekningu á því ef t.d. um andlát Íslendings í Noregi er um að ræða að styrkur sé greiddur út til nátengda aðila sem búa ekki í Noregi.

Vegna ferðakostnaðar vegna jarðarfara á Íslandi skulu einungis nánustu ættingjar njóta styrks, s.s. foreldrar, börn eða systkini.

Annars skal hver umsókn metin og upphæð styrks ákveðin eftir því.

Skrifstofa prests skal á hverjum tíma hafa til ráðstöfunar matarkort hvert að upphæð 1000 nok, sem prestur getur ráðstafað án þess að leggja fyrir sjóðsstjórn. Þó verður að tilkynna og leggja fram skýrslu þess efnis á næsta stjórnarfundi.

Úthlutunarreglum þessum er einungis hægt að breyta á aðalfundi Ólafíusjóðs.

Osló, 03.05.2020