1 gr. 

Stjórn samanstendur af fimm einstaklingum formanni sem er skipaður af stjórn Íslenska safnaðarins í Noregi, varaformanni, gjaldkera og tveimur meðstjórnendum.
Prestur er svo starfsmaður sjóðsins og sér einnig um að rita fundargerðir.

2 gr.

Stjórn hefur fasta tengilið innan safnaðarstjórnar Íslenska safnaðarins í Noregi.

Stjórn getur óskað eftir að tengiliður sitji á stjórnarfundi ef þess gerist þörf.

3 gr.

Stjórn sjóðsins er bundin trúnaðareið og ef nýtt fólk kemur til starfa innan stjórnar skal viðkomandi ekki hefja störf innan sjóðsins fyrr en trúnaðareiður er undirritaður.
Þetta gildir líka fyrir tengiliði þó þeir séu bundnir trúnaðareið í sínum störfum.

4 gr.

Aðalfundur hvers árs ákvarðar starfsreglur og úthlutunarreglur. 

5 gr.

Stjórn skal koma saman minnst 4 sinnum árlega og oftar ef þörf er á.

6 gr.

Umsóknir um styrk í sjóðinn fara í gegnum prest sem leggur umsókn fyrir stjórn sjóðsins.

7 gr.

Við umfjöllun og samþykktir umsókna skal minnst þrír vera til staðar þar af getur einn verið prestur.

8 gr.

Við úthlutun styrks er sjóðnum heimilt að bjóða fram sáluhjálp (samtal við prest) og aðra aðstoð svo sem tíma hjá lögfræðingi og fjárhagsráðgjöf. 

9 gr.

Við vafamál getur stjórn haft samráð við lögfræðing safnaðarins, sendiráð Íslands og stjórn Íslenska safnaðarins í Noregi.

10 gr.

Allar umsóknir sem koma inn og þær sem eru afgreiddar skal leggja fram á næsta stjórnarfundi til kynningar, ásamt reikningum þess hlutandi.

11 gr.

Stjórn skal alltaf gæta þess að við árslok sé minnst innistæða fyrir einum hámarksstyrk í sjóðnum.

12 gr.
Stjórn sjóðsins vinnur í sjálfboðavinnu fyrir sjóðinn en þiggur þóknun frá Íslenska söfnuðinum í Noregi samkvæmt ákvörðun aðalfundar safnaðarins þess lútandi. Þóknun er greidd út í desember ár hvert.