Ólafíusjóður, hjálparsjóður fyrir nauðstadda Íslendinga í Noregi, var fyrst stofnaður á auka aðalfundi Íslenska safnaðarins í Noregi 4. október 2009. Hann var formlega stofnaður sem styrktarsjóður þann 03.05.2020. Heiti sjóðsins er til minningar um Ólafíu Jóhannsdóttur, sem  var mjög trúuð en hún hjálpaði nauðstöddum konum í Osló upp úr aldamótunum 1900.

1.gr.

Ólafíusjóður heyrir undir Íslenska söfnuðinn í Noregi en er rekinn sem sjálfstæð eining með eigin stjórn. Allir meðlimir safnaðarins teljast atkvæða bærir á aðalfundi sjóðsins.

2.gr.

Sjóðnum er ætlað að mæta tímabundnum erfiðleikum hjá íslenskum einstaklingum t.d. í tengslum við veikindi, dauðsfall eða önnur áföll sem dunið geta yfir einstaklinga og fjölskyldur. Úthlutanir skulu miðast við úthlutunar- og starfsreglur stjórnar hverju sinni sem skulu samþykktar á aðalfundi hvert ár.

3. gr.

Aðal styrktaraðili Ólafíusjóðs er Íslenski söfnuðurinn í Noregi. Framlag safnaðarins er ákveðið árlega á aðalfundi safnaðarins. Sjóðnum er frjálst að auglýsa eftir framlögum frá stofnunum, félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum. Sjóðsstjórn skal einnig reyna að afla fjár með öðrum hætti svo sem með umsóknum um styrki frá öðrum.

4.gr.

Aðalfundur sjóðsins skal vera haldin einu sinni hvert ár og skal hann vera samhliða aðalfundi Íslenska safnaðarins í Noregi. Aðalfundur skal vera boðaður með fjögurra vikna fyrirvara samhliða boðun til aðalfundar safnaðarins.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Formaður kannar hvort til fundar sé löglega boðað
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  3. Skýrsla stjórnar
  4. Samþykkt og umræða starfsreglur stjórnar
  5. Samþykkt og umræða úthlutunarregla
  6. Kosning í sjóðsstjórn
  7. Tillögur

Tillögur skulu berast minnst tveimur vikum fyrir aðalfund.

5. gr.

Stjórn sjóðsins samanstendur af fimm stjórnarmeðlimum, þar af eru fjórir kosnir fulltrúar og sá fimmti skal vera skipaður af stjórn Íslenska safnaðarins í Noregi.

Kosning í stjórn sjóðsins skal fara fram á aðalfundi sjóðsins og er kosið til 4 ára í senn. 

Sóknarprestur Íslenska safnaðarins í Noregi er starfsmaður sjóðsins.

Sjóðstjórn skiptir með sér verkum en þó skal alltaf fulltrúi stjórnar Íslenska safnaðarins í Noregi fara með formennsku í stjórn sjóðsins.

6. gr.

Stjórnarfundir skulu haldnir minnst fjórum sinnum á ári.
Úthlutunar fundir eru haldnir eftir þörfum.


7. gr.


Stjórn sjóðsins vinnur í sjálfboðavinnu fyrir sjóðinn en þiggur þóknun frá Íslenska söfnuðinum í Noregi sem er ákveðin af aðalfundi safnaðarins.

8. gr.

Leggja skal inn skrifleg umsókn um styrk til sjóðsins allar umsóknir skulu meðhöndlast sem trúnaðarmál.

9. gr.

Ef sjóðurinn leggst niður ganga alla eigur hans til Íslenska safnaðarins í Noregi.
Þessari grein er ekki hægt að breyta án samþykkis tveggja aðalfunda Íslenska safnaðarins í Noregi.

10. gr.

Breyting á lögum þessum öðlast fyrst gildi þegar tveir aðalfundir í röð hafa samþykkt óbreytta tillögu. Breytingartillögur skulu liggja frammi og vera aðgengilegar safnaðarmeðlimum í Íslenska söfnuðinum í Noregi eigi síðar en fjórum vikum fyrir aðalfund safnaðarins.

Lög þessar sem samþykktar eru á stofnfundi sjóðsins 03.05.2020 taka gildi nú þegar.

Ósló 03.05.2020