Ólafíusjóður er hjálparsjóður fyrir nauðstadda Íslendinga í Noregi. Hann er nefndur í höfuðið á trúkonunni Ólafíu Jóhannsdóttur, sem starfaði meðal þeirra sem minnst máttu sín í Ósló upp úr aldamótunum 1900.

Ólafía var brautryðjandi í hjálparstarfi á sinni tíð og hafa Norðmenn heiðrað minningu hennar með ýmsum hætti. Brjóstmynd af Ólafíu stendur nærri Vaterland-brúnni í Ósló og í nágrenninu er gata nefnd eftir henni; Olafiagangen. Ólafía sinnti starfi sínu einkum meðal þeirra kvenna sem minnst máttu sín í samfélaginu og urðu að þola kynferðisofbeldi. Þegar Norðmenn settu á stofn miðstöð fyrir leiðbeiningar um getnaðarvarnir og meðhöndlun kynsjúkdóma nefndu þeir hana því Olafiaklinikken í höfuðið á Ólafíu.

Ólafíusjóður er sjálfeignarstofnun sem er stofnuð og rekin af Íslenska söfnuðinum í Noregi sem er jafnframt aðalstyrktaraðili sjóðsins. Hægt er að sækja um styrki í Ólafíusjóð Íslenska safnaðarins í Noregi með því að fylla út umsókn hér á síðunni, sjá valmynd til hægri eða smellið hér Umsókn um styrk.

Hægt er að leggja frjáls framlög inn á Ólafíusjóð
  Reikningsnúmer: 1506 30 91135
  Vipps: 580447

Framlög eru frádráttarbær frá skatti.

Sr. Inga Harðardóttir, prestur Íslenska safnaðarins í Noregi, er starfsmaður sjóðsins og má hafa samband við hana á  prestur@kirkjan.no.

ATH! Enginn getur safnað framlögum í Ólafíusjóð nema með vitund sjóðsstjórnar!