Fyrsti ungmennahittingur haustsins

Ungmennin á Oslóarsvæðinu hittust á föstudaginn, þetta var fyrsti hittingur haustsins og þau gæddu sér á pizzu og fóru í leiki. Margir voru að koma í fyrsta skiptið, þannig að nafnaleikir og hópeflisleikir voru vinsælir. Þau nýttu líka góða veðrið og spiluðu kubb í garðinum við Ólafíustofu. Næsti hittingur í...

Continue reading

Rokosjøen 7.-9. ágúst

Mikil gleði ríkti á tjaldsvæðinu í Rokosjøen síðustu helgi þar sem íslenskar fjölskyldur voru samankomnar til þess að gleðjast og eiga notalega samveru alla helgina. Hjartans þakkir til allra sem mættu og voru með okkur á staðnum

Continue reading

Útilegufjör í Rokosjøen 7.-9. ágúst 2020

ÚTILEGURFJÖR !!!Helgina 7. – 9. ágúst munum við í fyrsta skiptið standa fyrir útilegufjöri sem er útilega fyrir alla, með dagskrá sem allir hafa gaman af. Vegna fjöldatakmarkana biðjum við fólk sem ætlar að mæta að skrá sig hér.

Continue reading

Skírn 6.júní

Hátíðleg skírnarathöfn fór fram í heimahúsi laugardaginn 6.6. 2020 en það var fyrsta skírnin á vegum safnaðarins í langan tíma. Linda Matthildur er löngu komin með nafnið sitt en beðið hafði verið eftir fallega skírnarkjólnum í póstinum í nokkrar vikur. Upphaflega átti skírnin að fara fram á Íslandi um páskana...

Continue reading