fbpx

Páskabrall í Hellemyr kirkju, Kristiansand

Event details

  • Laugardagur | 18. mars 2023
  • 13:00
  • Ravnedalen, Kristiansand
Kristiansand ATHUGIÐ!
Við breytum útivistardeginum sem átti að vera á laugardaginn í Páskabrall í Hellmyr kirkju vegna þess að veðurspáin er búin að vera stríða okkur undanfarið.
Verið hjartanlega velkomin að vera með í íslensku páskabrall í Hellemyr kirkju þar sem leikur, skapandi verkefni og kaffi verða í boði laugardaginn 18. mars kl 13.
Við ætlum að leika okkur með þema páskanna, þegar lífið sigrar dauðann!
Svo er bæði gaman og gott fyrir sálina að stússa og bralla og búa eitthvað til!
Páskabrall er ekki venjulegur sunnudagaskóli eða hefðbundin messa heldur opið hús fyrir fólk á öllum aldri. Húsið opnar kl 13 og er opið til kl 15.
Það verða fullt af skapandi og skemmtilegum verkefnum og stöðvum. Viltu blása úr eggi, skreyta páskagreinar, negla, mála, líma eða föndra eitthvað fínt? Kannski viltu bara spjalla við alla hina yndislegu Íslendingana sem mæta?
Sannkallað fjölskyldufjör!!
Þátttaka er ykkur að kostnaðarlausu.
Allir hjartanlega velkomnir!