fbpx

Útilegufjör Rokosjøen camping 30.júlí – 1.ágúst 2021

Event details

  • Föstudagur | 30. júlí 2021 to Sunnudagur | 1. ágúst 2021
  • 18:00
  • Rokosjøen camping, Rokosjøvegen 835, 2340 Løten
Takið frá ,,verslunarmannahelgina“ 30.júlí – 1.ágúst 2021.
Við ætlum að endurtaka fjörið frá því í fyrra sem heppnaðist frábærlega og margir sem skemmtu sér vel.
Dagskrá helgarinnar:

Föstudagur

Kl. 18. Kvöldmatur
Kl. 20. Kvöldvaka
Kl. 21. Ungmennadagskrá
og hópefli
Kl. 21. Hópefli og leikir
fyrir fullorðna
Kl. 22. Ljúfir tónar með
Jónínu Ara og sykurpúðagrill

Laugardagur

Kl. 09. Morgunleikfimi, sögustund
og söngvar
Kl. 10. Morgunverðarhlé
Kl. 11. Ratleikur fyrir stóra og smáa
Kl. 12. Hádegistónleikar á ströndinni
með Jónínu Ara
Kl. 12.30. Hádegishlé
Kl. 14. Fótboltamót og fáránleikar
Kl. 15. Gönguferð fyrir spræka
og leikir fyrir sæta
Kl. 16.30. Leitin að gáfuðustu
fjölskyldunni
Kl. 17.15. Skemmti- og listasmiðja
Kl. 18.30. Kvöldverðarhlé
Kl. 20. Hátíðarkvöldvaka
Kl. 21.30. Brekkusöngur
Kl. 23. Ungmennadagskrá

Sunnudagur

Kl. 09.45. Morgunleikfimi
Kl. 10. Morgunverðarhlé
Kl. 11. Helgistund og lokasamvera
Kl. 12. Frágangur og heimferð

Rokosjøen Camping er rekið af Íslendingum, þeim Sævari og Valdísi og er staðsett mitt á milli
Hamar og Elverum, í ca. eins og hálfs tíma akstursfjarlægð frá Ósló.

Aðeins er greitt fyrir tjaldstæðið.

Ekki verður boðið upp á sameiginlegar máltíðir en á staðnum er kaffihús þar sem hægt er að kaupa létta rétti, kaffi og kruðerí.
Börn eru á ábyrgð sinna forráðamanna.
Bátaleigan er á eigin ábyrgð.
Ölvun og neysla annarra
vímuefna er óheimil.
Skráning á kirkjan.no eða á palina@kirkjan.no
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!