fbpx

Útilegufjör í Rokosjøen camping 4.-6. ágúst 2023

Event details

  • Föstudagur | 4. ágúst 2023 to Sunnudagur | 6. ágúst 2023
  • 20:00
  • Rokosjøen camping, Løten.
Takið frá ,,verslunarmannahelgina“ 4.-6. ágúst 2023.
Þá fer fram eins og við getum kallað það núna, árlegt Útilegufjör!
Fjörið hefur síðustu ár heppnast frábærlega og margir sem hafa skemmt sér stórkostlega, einnig hefur heyrst að fólk sé að skipuleggja sumarfrí og Íslandsferðir með þessa helgi í huga þar sem það ætlar ekki að missa af þessu fjöri.
Dagskrá helgarinnar kemur fljótlega hér inn en hún verður með svipuðu sniðu og síðustu ár fyrir þá sem til þekkja.
Leikir og fjör fyrir stóra og smáa, hópefli, skapandi smiðjur, fáránleikar, spurningakeppni, brekkusöngur með Orra og Ísleifi, varðeldur og sykurpúðar á báli, kvöldvaka og sérstakar kvöldvökur og hópefli fyrir unglingana.
Rokosjøen Camping er rekið af Íslendingum, þeim Sævari og Valdísi og er staðsett mitt á milli Hamar og Elverum, í tæplega eins og hálfs tíma akstursfjarlægð frá Ósló.
Þau hjónin hafa verið að taka í gegn svæðið og eru salerni og hreinlætisaðstaða til fyrirmyndar.
Aðeins er greitt fyrir tjaldstæðið.
Hægt er að leigja báta og sigla á vatninu og í 5 mín. göngufjarlægð er dásamleg strönd sem hentar vel fyrir börn. Grunnt og lítið um steina.
Ekki verður boðið upp á sameiginlegar máltíðir en á staðnum er kaffihús þar sem hægt er að kaupa létta rétti, kaffi og kruðerí.
Börn eru á ábyrgð sinna forráðamanna.
Bátaleigan er á eigin ábyrgð.
Ölvun og neysla annarra
vímuefna er óheimil.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!