fbpx

Ungmennahittingur í Ólafíustofu – Osló

Event details

  • 26. maí 2023
  • 18:00
  • Pilestredet Park 20, 0176 Oslo
Ungmennahittingur í Osló, ca. annan hvern föstudag kl. 18.00 í Ólafíustofu í Osló, Pilestredet Park 20.
Öll ungmenni 13 ára og eldri eru hjartanlega velkomin í spil, leiki, mat og spjall.
Fjölbreytt dagskrá sem hefst yfirleitt að sameiginlegum kvöldverði sem ungmennin sjá stundum sjálf um að útbúa og svo fylgir spil, leikir eða önnur dagskrá í kjölfarið.
Tilvalið tækifæri til að æfa íslenskuna og kynnast jafnöldrum sínum frá Íslandinu góða.
Verið öll hjartanlega velkomin!
Við vekjum athygli á því að leiðtogarnir okkar taka gjarnan á móti krökkunum á Oslo S eða Nationaltheatret og fylgja þeim til og frá Ólafíustofu á hittingana. Endilega hafið samband við Rebekku æskulýðsfulltrúa á rebekka@kirkjan.no ef þetta gæti passað fyrir einhvern.