fbpx

Ungmennahittingur á Vaulen baðströndinni – Stavanger

Event details

  • Fimmtudagur | 4. maí 2023
  • 18:00
Kubb og pizza á ströndinni!
Svandís Fjóla ungmennaleiðtogi verður með fjör á Vaulen baðströndinni þann 4. maí næstkomandi.
Á hinu fallega baðsvæði Vaulen í Hinna-hverfinu er að finna sex litlar sandstrendur sem liggja við Gandsfjörð.
Leiksvæði sem liggur úti í sjónum og græn svæði sem hægt að fara í leiki og annað.
Við hittumst hjá WC sem eru efst á bílastæðinu og röltum saman að ströndinni. Ef þið eruð sein þá verðum við hjá ströndinni sem liggur bakvið leiksvæðið sem liggur út í sjó (sést vel á forsíðumyndinni fyrir þennan viðburð).
Hlökkum til að hitta ykkur!
Samgöngur: Strætó 2 og 3 stoppa hjá Vaulen eða þið getið tekið lestina að Mariero sem er næsta lestarstopp við baðströndina.
Það er ca 1.km frá bæði strætó stoppi og lestar stoppi að Vaulen.
Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að senda á rebekka@kirkjan.no og hún verður ykkur innan handar.