fbpx

Sumarnætur

Event details

  • Föstudagur | 5. maí 2023
  • 20:00
  • Hammersborg torg 8b, Oslo
Verið velkomin á hugljúfa vortónleika Íslensku kirkjunnar í Noregi þann 5. maí í sænsku kirkjunni.
Tríó Frigg eru þrjár klassískar tónlistarkonur búsettar í Osló. Þær hafa allar stundað tónlistarnám á háskólastigi í Osló og hafa gaman af því að taka nýjum áskorunum.
Í vor ætla þær að halda tónleika á nokkrum stöðum. Efnisskráin er vorleg, rómantísk og nett klikkuð á köflum, en verkin eiga það líka öll sameiginlegt að vera samin af konum.
Meðal tónskálda eru Jórunn Viðar, Agathe Backer Grøndahl, Clara Schumann, Lili Boulanger, Amy Beach og Kaja Saariaho.
Textarnir fjalla um falleg sumarkvöld, rómantík í skóginum og litina á himnum.
Aðgangur ókeypis