Event details
- Mánudagur | 20. júní 2022 to Fimmtudagur | 23. júní 2022
- 10:00
- Íslendingahúsið í Norefjell
Íslenska kirkjan stendur fyrir sumarbúðum fyrir íslenska krakka á aldrinum 10-13 ára 20.-23.júní í Íslendingahúsinu í Norefjell.
Leiðtogar og starfsfólk frá kirkjunni sjá um fjölbreytta dagskrá frá morgni til kvölds. Útivist, keppnir, spil, kósýkvöld, náttfatapartý, tískukeppni og margt margt fleira.
Húsið á sér ríka sögu og staðurinn býður upp á fallega náttúru þar sem hægt er að fara í gönguferðir og leiki.
Verð fyrir dvölina er 1000 kr fyrir hvert barn.
Fyrir þau sem vilja nýta sér rútufar frá Osló, kemur rútuverð að auki.
Fyrir þau sem vilja nýta sér rútufar frá Osló, kemur rútuverð að auki.
Skráning á rebekka@kirkjan.no