fbpx

Stundarómur-Tónleikar

Stundarómur

Event details

  • Miðvikudagur | 24. ágúst 2022
  • 18:00

Stundarómur

Tónleikar verða þann 24.ágúst í Sænsku Margareta kirkjunni í Osló.

Stundarómur mun flytja gamla og nýja tónlist frá Íslandi og Noregi sem blandast saman í nýjan hljóðheim. Flutt verða verk eftir Jórunni Viðar, Edvard Grieg og unga norska tónskáldið Daniel Haugen sem mun flétta tónlistina eftir fyrrnefnd tónskáld saman.

Tónleikarnir eru aðgengilegir með það markmið að kveikja áhuga á klassískri og nýrri tónlist.

Stundarómur samanstendur af fjórum ungum tónlistarmönnum. Píanistanum Ólínu Ákadóttur, víóluleikaranum Hafrúnu Birnu Björnsdóttur, tónsmiðnum og euphoniumleikaranum Daniel Haugen og sellistanum og söngkonunni Steinunni Maríu Þormar. Daniel og Ólína eru búsett í Osló þar sem þau stunda nám við Norska tónlistarháskólann og Steinunn og Hafrún búa í Reykjavík og stunda nám við Listaháskóla Íslands.

Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði Rannís og Íslensku kirkjunni í Noregi.

Verið hjartanlega velkomin.