fbpx

Sálarlist – fyrirlestur Kristín Berta Guðnadóttir

Event details

  • Fimmtudagur | 10. mars 2022
  • 20:00
  • https://us02web.zoom.us/j/82956972080
Kristín Berta Guðnadóttir fyrirlesari verður með okkur á Zoom þann 10. mars næstkomandi.
Þar mun hún fjalla um sálarlist og þegar listsköpun er notuð til þess að efla sköpunarkraftinn, auka sjálfþekkingu, setja niður ásetning fyrir lífið, takast á við streitu og næra hjarta og sál.
Kristín Berta blandar gjarnan saman listsköpun, hugleiðslu, núvitund, sjálfsvinnu og jóga. En hún hefur sjálf notað sálarlistina og málun til að komast í gegnum tímabil sorgar og streitu.
Hún starfar sem klínískur félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur, hefur sérhæft sig í vinnu með áföll og hefur unnið með börnum, fullorðnum og fjölskyldum á sviði barnaverndar, heilbrigðis og félagsþjonustu til margra ára.
Kristín Berta er einnig lærður jógakennari og kennari í listsköpun með ásetningi (Intentional Creativity Teacher) og listsköpun í núvitund. Auk þess að hafa lokið fjölda styttri námskeiða í listmeðferð.
Sjáumst á skjánum á þessum spennandi fyrirlestri!
Meeting ID: 829 5697 2080