Event details
- Sunnudagur | 6. apríl 2025
- 14:00
Verið hjartanlega velkomin að vera með í páskabralli í Sandefjord þar sem sunnudagaskóli, leikur, skapandi verkefni og hugguleg samvera verða á boðstólnum sunnudaginn 6.apríl.
Við byrjum á hugljúfum sunnudagaskóla kl 14:00 í kapellunni með Margréti Ólöfu djákna og Grétari.
Við ætlum að leika okkur með þema páskanna, þegar lífið sigrar dauðann!
Það verða fullt af skapandi og skemmtilegum verkefnum og stöðvum. Viltu blása úr eggi? Eða skreyta páskagreinar? Mála,líma og föndra eitthvað fínt? Eða bara spjalla við alla hina yndislegu Íslendingana sem mæta?
Það er svo gaman og gott fyrir sálina að stússa og bralla og búa eitthvað til!
Við hvetjum ykkur til að koma við, hitta aðra Íslendinga, spjalla, föndra og njóta samverunnar saman.
Íslendingafélagið Ísafold sér um kaffihlaðborðið sem er Pálínuboð.
Verið hjartanlega velkomin til okkar.