fbpx

Páskabrall í Ólafíustofu – leikur, skapandi verkefni og veitingar

Event details

  • Sunnudagur | 2. apríl 2023
  • 13:00
  • Pilestredet Park 20, 0176 Oslo

Verið hjartanlega velkomin að vera með í páskabralli í Ólafíustofu þar sem leikur, skapandi verkefni og huggulegar veitingar verða í boði sunnudaginn 2. apríl kl 13.

Við ætlum að leika okkur með þema páskanna, þegar lífið sigrar dauðann!
Upprisa, nýtt upphaf, sigur lífsins eru gleðifréttir páskanna og við fáum að pæla, skoða og leika okkur með það en ætlum líka að skoða sorgina, þjáninguna og myrkrið sem er í aðdraganda páskanna.
Það er gott að fá áminninguna um upprisuna, bæði í náttúrunni en líka í lífi okkar og minna okkur á að Guð er alltaf með okkur.
Svo er bæði gaman og gott fyrir sálina að stússa og bralla og búa eitthvað til!
Kirkjugleði, að þessu sinni Páskabrall er ekki venjulegur sunnudagaskóli eða hefðbundin messa heldur opið hús fyrir fólk á öllum aldri. Húsið opnar kl 13 og er opið til kl 15.
Kl 14 er örstutt stund þar sem við syngjum og förum yfir þema dagsins.
Það verða fullt af skapandi og skemmtilegum verkefnum og stöðvum. Viltu blása úr eggi,  skreyta páskagreinar, negla, mála, líma eða föndra eitthvað fínt? Kannski langar þig bara að spjalla við alla hina yndislegu Íslendingana sem mæta?
Verið hjartanlega velkomin í Ólafíustofu!