fbpx

Opið hús í Ólafíustofu

Event details

  • Fimmtudagur | 19. október 2023
  • 11:00
  • Pilestredet Park 20, 0176 Oslo

Opið hús í Ólafíustofu.

Haustið er mætt og við ætlum búa til skemmtilega stemningu í  Ólafíustofu þann 19.október með fjölbreyttum viðburðum yfir daginn.

 

Húsið opnar kl 11:00 með Krílakaffi þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og tónlistarundrun fyrir litlu krílin.  Kl.12 verður barnabókasafnið okkar  formlega opnað með pomp og prakt… og köku, að sjálfsögðu köku 🙂

Ólafíuloppan verður í gangi allan daginn sem og dagana á undan en það er barnafataskiptimarkaður. Þar er hægt að koma með föt til að gefa, finna föt til að eiga og skipta út allt eftir hentisemi hvers og eins.

Ólafíustofa verður opin allan daginn fyrir heimsóknir og notalegheit. Kaffið verður rjúkandi heitt og félagsskapurinn góður.

Kl 18:00 verður stemningin hækkuð um nokkur desibil og þá mun Inga Þyri ásamt óvæntum gestum flytja okkur ljúfa íslenska tóna. Íslendingafélagið í Osló ætlar að sjá um veitingarnar og bera fram ilmandi vöfflur  eða annað góðgæti í boði hússins.

Það verður hægt að grípa í spil eða skák ef áhugi er fyrir því.

Allar kynslóðir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi þennan dag í Ólafíustofu.

 

 

Þið eruð öll hjartanlega velkomin!