Event details
- Sunnudagur | 24. október 2021
- 15:00
- Hammersborg torg 8, Oslo
Í úrhellisrigningu er gott að koma í kirkjuna, eiga friðsælt samfélag undir háum hvelfingunum og hlýða á ljúfa tóna og uppbyggileg orð.
Guðsþjónusta fer fram sunnudaginn 24. október kl. 15 í Sænsku Margareta kirkjunni í Osló þar sem sr Inga Harðardóttir leiðir stundina og þjónar fyrir altari og Guðbjörg Magnúsdóttir syngur.
Eftir hlýja stund í kirkjunni er farið í kirkjukaffi þar sem ilmandi vöfflur og rjúkandi kaffi bíður eftir kirkjugestum, hægt er að spjalla og kynnast nýju fólki, og litir og leikföng eru til staðar fyrir unga fólkið.
Steinunn Þórðardóttir kynnir starf Ólafíusjóðs og tekið er á móti frjálsum framlögum í sjóðinn sem er neyðarsjóður Íslendinga í Noregi.
Verið hjartanlega velkomin í kirkju