
Event details
- Þriðjudagur | 17. ágúst 2021 to Fimmtudagur | 19. ágúst 2021
- 10:00
- Pilestredet Park 20, 0176 Oslo
Við ætlum að bjóða upp á skiptimarkað með barnaföt þriðjudaginn 17.ágúst- fimmtudagsins 19.ágúst í Ólafíustofu, skrifstofu íslensku kirkjunnar í Osló.
MARKAÐURINN VERÐUR OPINN:
miðvikudag frá kl. 10 – 15 og á þriðjudag og fimmtudag frá kl. 10 -20
Þetta er tilvalið tækifæri til þess að losa um í skápunum og fylla á lagerinn fyrir haustinn. Allar buxur allt í einu of stuttar og vantar utanyfirföt á allann skarann.
Hægt er að mæta með þau föt sem fólk vill gefa á opnunartíma og taka með sér það sem passar í staðinn.
Það má að sjálfsögðu líka bara gefa eða bara þiggja, allt eftir þörfum hvers og eins.
Verði eitthvað eftir fer restin í bakland kirkjunnar og verður nýtt þegar þörf er á eða gefin áfram til þeirra sem á þurfa að halda.
Við treystum fólki til að virða almennar sóttvarnarreglur og við verðum með spritt, hanska og grímur á staðnum sé þess þörf.
Við bjóðum upp á kaffi og kökur og hvetjum ykkur til að nýta tækifærið til að kíkja til okkar og kynnast okkur og Ólafíustofu
VERIÐ HJARTANLEGA VELKOMIN!