fbpx

Ólafíuhátíð – Tónleikar með Laffí, fjáröflunarkaffi og handverksmarkaður í sænsku kirkjunni í Osló

Event details

  • Laugardagur | 22. október 2022
  • 15:00
  • Hammersborgtorg 8B, Oslo

Laugardagurinn 22. október verður haldinn hátíðlegur með fjölbreyttri dagskrá í sænsku Margaretakirkjunni í Osló.

Viðburðirnir eru haldnir til heiðurs Ólafíu Jóhannsdóttir, en Ólafía sem Ólafíuhátíðin er kennd við,

átti lifandi trú á Jesú Krist sem leiddi hana í starfi meðal ógæfukvenna á strætum Óslóar.

Hún fann kraft til þeirra starfa í trú sinni, von og trausti á frelsarann og hún er sterk fyrirmynd og veitir okkur innblástur í þeim efnum.

 

– Dagurinn byrjar á handverksmarkaði í safnaðarheimilinu þar sem fallegt og fjölbreytt handverk, ásamt fleiru, eftir Íslendinga i Noregi verður til sölu.

– Þar verður einnig fjáröflunarkaffi fyrir Ólafíusjóð fram að tónleikum.

– Söngflokkurinn Laffí heldur svo tónleika sem hefjast kl 18:00 tileinkaða textum Halldórs Laxness. Tónleikarnir eru í anda Ólafíu Jóhannesdóttur og er aðgangur öllum að kostnaðarlausu.

Ólafía Jóhannsdóttir (1863-1924) hefur stundum verið kölluð „móðir Therese“ norðursins.

Hún starfaði meðal annars á strætum Oslóar þar sem hún hjálpaði vændiskonum, áfengissjúklingum og fátækum.

Ólafía barðist einnig fyrir réttindum kvenna og var hún ein af stofnendum Hins íslenska kvenfélags.

Við höfum lagt okkur fram við að heiðra minningu þessarar merkiskonu með því að benda á störf hennar og baráttuanda

til góðra verka og árið 2009 var stofnaður hjálparsjóður í hennar nafni, Ólafíusjóður sem er styrktarsjóður Íslendinga sem búsettir eru í Noregi.

 

Einnig má nefna að skrifstofan okkar og safnaðarheimili, Ólafíustofa er nefnd í höfuðið á henni og Ólafíurósin er teiknuð upp eftir hálsmeni

sem Ólafía bar við hátíðleg tækifæri. Rós þessi er tákn okkar og hana er að finna á stólu, höklum og á lógói.

Verið öll hjartanlega velkomin!