fbpx

Ólafíuganga – ganga um slóðir Ólafíu Jóhannesdóttur

Event details

  • Fimmtudagur | 22. október 2020
  • 11:30
  • Dannevigsveien 17, 0463 Oslo
  • 40552800

Á afmælisdegi Ólafíu Jóhannesdóttur fimmtudaginn 22. október bjóðum við ykkur að slást í för með okkur í göngutúr um hennar slóðir. Hópurinn hittist fyrir utan Sagene kirkju í Osló og leggur af stað þaðan kl 11.30. Förinni er fyrst heitið að Sagveien 28, og síðan liggur leiðin meðfram fallegu ánni Akerselva niður að Vaterland og Grønland þar sem Ólafía bjó og vann mikið brautryðjendastarf í þágu þeirra sem minnst máttu sín í samfélaginu.

Við verðum með kaffi á brúsa til að skála fyrir afmælisbarninu við styttuna hennar í Vaterlandsparken þar sem gangan endar.

Gangan er auðveld og hentar flestum en gert er ráð fyrir göngutúrinn taki rúmlega klukkustund. Inga Harðardóttir leiðir gönguna og segir í nokkrum orðum frá ævi þessarar merkilegu heiðurskonu.

Nauðsynlegt er að skrá sig með að senda tölvupóst á netfangið inga@kirkjan.no