Event details
- Þriðjudagur | 1. júní 2021
- 18:30
Í þessari rólegu og afslöppuðu gönguferð er gengið hringinn í kringum Maridalsvannet.
Maridalen býður upp á einstaka sögu, heillandi sveitarrómantík og fjölbreytta göngu. Gengið er hringinn í kringum vatnið frá Kjelsås stasjon. Þið getið valið hvort þið gangið með okkur allan hringinn sem er um 13 km frá upphafi til enda eða hluta úr leiðinni og tekið strætó frá Hammeren. Þá er leiðin um 7,7 km.
Leiðin er þekkt fyrir fallega náttúru og menningu. Það eru margir útsýnispunktar á leiðinni þar sem við tökum okkur góðan tíma til þess að stoppa og njóta augnabliksins.
Þessi ganga er hluti af Loftslagspílagrímagöngum
Verið hjartanlega velkomin þriðjudaginn 1. júní 2021.
Skráning á palina@kirkjan.no vegna fjöldatakmarkana.
Mæting á Kjelsås stastjon kl. 18.30