Event details
- Þriðjudagur | 28. mars 2023
- 18:00
Núvitund og notalegheit við brakandi hljóð bálsins í nálægð við Sognsvann.
Við hittumst hjá hliðinu á Sognsvann kl 18.00 þar sem starfsmaður Íslensku kirkjunnar tekur hlýlega á móti ykkur og gengur með ykkur að bálinu.
Þar setjumst við saman í hring og eigum notalegt spjall með heitan drykk í hönd.
Inga Harðardóttir mun leiða okkur í gegnum núvitundar hugvekju þar sem við fáum hugann til að hvílast í örstutta stund og fókusinn fer alfarið á líðandi stund.
Við hlökkum til að hitta ykkur og eiga með ykkur góðar stundir yfir bálinu í mars.
Bálkveðjur,