Event details
- Föstudagur | 1. október 2021
- 10:00
Við ætlum að opna morgunkaffið fyrsta föstudag hvers mánaðar, létt spjall um daginn og veginn… og ekki gleyma veðrinu.
Tilvalið fyrir þig sem ert heimavinnandi, í orlofi, í vaktafríi, heima með veikt barn, í veikindaleyfi, heima af því að þú vilt það, heima þó þú viljir það ekki, þig sem hittir fáa vegna heimsfaraldurs, þig sem hittir marga, sem langar að hitta fleiri, sjálfstæða, hálfstæða, í jafnvægi, úr jafnvægi og bara þig sem langar að kíkja í kaffi.
Verið hjartanlega velkomin í kaffi ( þið verðið samt að hella upp á sjálf, eða ekki :))
Inga, Berglind, Pálína og Rebekka
Smelltu hér til að vera með á Zoom fundinum
Það er ekki nauðsynlegt að vera með Zoom í tölvunni, fyrir þá sem eru ekki með Zoom á að koma upp valmöguleikinn ,,Join from your Browser“.
Oft í litlu letri neðarlega á síðunni. Þá þarf að skrifa inn nafn ( sem má vera hvað sem er) og haka við að þú sért ekki vélmenni ( I´m not a robot) og fylgja þeim leiðbeiningum sem upp koma ( velja myndir og ýta svo á verify)
Þá eigið þið að vera komin á fundinn.