Event details
- Sunnudagur | 25. október 2020
- 15:00
- Hammersborg torg 8, Oslo
Sunnudaginn 25. október kl. 15.00 bjóðum við ykkur að eiga notalega og friðsæla stund í Sænsku Margareta kirkjunni, með fallegum sálmum, hlýjum orðum og góðu samfélagi. Sr Inga Harðardóttir leiðir stundina, Ískórinn syngur undir stjórn Birgit Djupedal og Gróa Hreinsdóttir leikur á orgelið. Skemmtilegur sunnudagaskóli verður á sama tíma í umsjón Freydísar Heiðarsdóttur og Natalíu Ránar (hversdóttir?) og svo sameinast allir í safnaðarheimilinu í vöfflum og kaffisopa sem Pálína Ósk Hraundal ætlar að töfra fram.
Þið megið gjarnan láta vita af komu ykkar með því að senda línu á inga@kirkjan.no
Sunnudagurinn 25. október kl 15 í Sænsku Margareta kirkjunni í Osló.