Event details
- Sunnudagur | 13. mars 2022
- 14:00
- General Ruges vei 51, 0691 Oslo
Hátíðleg og ljúf messa fer fram í Bøler kirkju í Osló sunnudaginn 13. mars kl. 14.
Það er sérstakt ánægjuefni að sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur, verður í heimsókn hjá okkur og flytur predikun dagsins,
en sr Inga Harðardóttir leiðir stundina. Rebekka Ingibjartsdóttir sér um sunnudagaskólann.
Ískórinn syngur og býður upp á kræsingar í messukaffinu sem er ómissandi hluti af því að koma í kirkju og eiga nærandi og gott samfélag.
Eftir kirkjukaffið verður boðið upp á upplýsingafund um mál fyrrverandi gjaldkera og stöðu Íslensku kirkjunnar í Noregi.
Nánari upplýsingar er að finna hér á heimasíðu kirkjunnar
Verið öll hjartanlega velkomin!