Event details
- Fimmtudagur | 17. september 2020
- 18:00
- Skådalen, 0781 Oslo
- 95401620
Kvennaganga að Fuglemyrhytta þann 17. September 2020.
Haustið er ein fallegasta árstíðin til þess að ganga um í skóglendi borgarinnar.
Næstkomandi 17. september ætlum við að bjóða hressum konum með okkur í göngu frá Skådalen að Fuglemyrhytta sem er margverðlaunuð fyrir fegurð sína.
Arkitektaskrifstofan Snøhetta hannaði húsið en þau standa einnig á bak við Óperuhús borgarinnar.
Fuglemyrhytta stendur upp á hæð með eitt besta útsýni borgarinnar yfir fjörðinn og niður í fallegan dal. Einstakur staður.
Gangan er aðeins 2 km frá Skådalen lestarstöðinni og er upp í móti á leiðinni að hyttunni. Við göngum á mjög þæginlegum hraða þannig gangan er við hæfi flestra.
Pálína Ósk Hraundal nýráðin menningarfulltrúi safnaðarins hefur mikla reynslu í útivist og mun hafa smá tal um búnað og næringu í útivist þegar komið er að Fuglemyrhytta. Hún verður einnig leiðsögumaður ferðarinnar.
Jónína Aradóttir söngkona ætlar að fylla dalinn með fögrum tónum sínum þegar komið er á áfangastað. Hún ætlar að syngja falleg og kunnug íslensk lög fyrir okkur á meðan við borðum nestið okkar og njótum náttúrudýrðarinnar.
Þátttaka ókeypis.
Allar konur eru hjartanlega velkomnar !
Skráning er í tölvunetfangið: palina@kirkjan.no
Ef veðurspáin verður okkur hliðholl og þið hafið áhuga á því að verða eftir og gista í hengirúmum í dalnum þá getur leiðsögumaðurinn aðstoðað ykkur við slíkt. Þið verðið að koma með ykkar eigin búnað en leiðsögumaðurinn getur aðstoðað ykkur með uppsetningu og fræðslu.
Sjáumst sem flestar !