
Event details
- Fimmtudagur | 23. september 2021
- 18:00
- Skådalen stasjon, 0781 Oslo
Við ætlum að endurtaka mjög vel heppnaða gönguferð frá því í fyrra enda er haustið ein fallegasta árstíðin til þess að ganga um skóglendi borgarinnar.
23. september næstkomandi ætlum við að bjóða hressum konum með okkur í göngu frá Skådalen að Fuglemyrhytta í Ósló, sem er margverðlaunuð fyrir fegurð sína.
Arkitektaskrifstofan Snøhetta hannaði húsið en þau hönnuðu einnig
Óperuhús Ósló. Fuglemyrhytta stendur upp á hæð með eitt besta útsýni borgarinnar yfir fjörðinn
og niður í fallegan dal. Einstakur staður.
Gangan er aðeins 2 km löng frá Skådalen lestarstöðinni og er upp í móti á leiðinni að hyttunni.
Við göngum á mjög þægilegum hraða og gangan því við hæfi flestra.
Athugið að á niðurleið göngum við í myrkri svo það er nauðsynlegt að hafa með sér höfuðljós eða einhversskonar ljósabúnað.
Pálína Ósk Hraundal menningarfulltrúi safnaðarins verður leiðsögumaður ferðarinnar.
Jónína Aradóttir söngkona ætlar að fylla dalinn með fögrum tónum sínum þegar komið er á áfangastað.
Hún mun syngja falleg og þekkt íslensk lög fyrir okkur á meðan við borðum nestið okkar og njótum náttúrudýrðarinnar.
Þátttaka er ókeypis og allar konur eru hjartanlega velkomnar !
