fbpx

Kvennaganga að Fuglemyrhytta í Osló – ATH FRESTAÐ FRAM Á VOR!!

Event details

  • Fimmtudagur | 23. september 2021
  • 18:00
  • Skådalen stasjon, 0781 Oslo
Sælar allar,
Það hafa aftur komið upp óviðráðanlegar aðstæður hjá okkur aftur. Covid smit og haustflensur sem valda því að við getum ekki öryggisins vegna fylgt Kvennagöngunni eftir.
Við höfum því tekið þá ákvörðun með trega að fresta þessari göngu þangað til í vor.
Covid hefur þó kennt okkur að meta aftur plönin, búa til ný sem hentar og vinna með aðstæður hverju sinni. Það gerum við að sjálfsögðu líka að þessu sinni.
Pálína Ósk ætlar að ganga fyrir áhugasama að Øyungen frá Skar í Maridalen á fimmtudaginn. Mæting kl 18:00 á Skar.
Ítarlegri upplýsingar koma í sér viðburði hér á Facebook.
Sú ganga er með einfaldara sniði, enginn söngatriði eða slíkt á dagskrá.
Ferska loftið, góður félagsskapur og 5 km ganga.
Vonandi sjáumst við sem flestar þar.
Mbk,
Starfsmenn

 

Við ætlum að endurtaka mjög vel heppnaða gönguferð frá því í fyrra enda er haustið ein fallegasta árstíðin til þess að ganga um skóglendi borgarinnar.

23. september næstkomandi ætlum við að bjóða hressum konum með okkur í göngu frá Skådalen að Fuglemyrhytta í Ósló, sem er margverðlaunuð fyrir fegurð sína.

Arkitektaskrifstofan Snøhetta hannaði húsið en þau hönnuðu einnig
Óperuhús Ósló. Fuglemyrhytta stendur upp á hæð með eitt besta útsýni borgarinnar yfir fjörðinn
og niður í fallegan dal. Einstakur staður.

Gangan er aðeins 2 km löng frá Skådalen lestarstöðinni og er upp í móti á leiðinni að hyttunni.
Við göngum á mjög þægilegum hraða og gangan því við hæfi flestra.

 

Athugið að á niðurleið göngum við í myrkri svo það er nauðsynlegt að hafa með sér höfuðljós eða einhversskonar ljósabúnað.

Pálína Ósk Hraundal menningarfulltrúi safnaðarins verður leiðsögumaður ferðarinnar.

Jónína Aradóttir söngkona ætlar að fylla dalinn með fögrum tónum sínum þegar komið er á áfangastað.
Hún mun syngja falleg og þekkt íslensk lög fyrir okkur á meðan við borðum nestið okkar og njótum náttúrudýrðarinnar.

Þátttaka er ókeypis og allar konur eru hjartanlega velkomnar !

Skráning á tölvunetfangið: palina@kirkjan.no
Sjáumst sem flestar !
Myndin að ofan er af hópnum sem gekk í fyrra 🙂
Ef veðurspáin verður okkur hliðholl og þið hafið áhuga á því að verða eftir og gista í hengirúmum í dalnum
getur leiðsögumaðurinn aðstoðað við slíkt. Þið verðið að koma með ykkar eigin búnað
en leiðsögumaðurinn aðstoðar með uppsetningu og fræðslu.