fbpx

Krílakaffi í Ólafíustofu – Ósló

Event details

  • Fimmtudagur | 25. ágúst 2022
  • 11:00
  • Pilestredet Park 20

Krílakaffi í Ólafíustofu einn fimmtudag í mánuði.

Notaleg stund og ljúf stund fyrir börn og fullorðna.

Það er tilvalið fyrir foreldra og forráðamenn, afa og ömmur, eða aðra sem eru að gæta ungra barna, að koma og spjalla saman, syngja með litlu krílunum og eiga gæðastund í góðu samfélagi.

Í Ólafíustofu er ágætis aðstaða fyrir krílin, skiptiborð, matarstólar, stórt leikteppi, leikföng og bækur en síðast en ekki síst hin krílin sem er svo gaman að hitta.
( …svo erum við líka með hægindastóla fyrir fullorðna fólkið)

Boðið er upp á kaffi og léttar veitingar.
Húsið opnar kl. 11.

Verið öll hjartanlega velkomin!!