fbpx

Krílakaffi í Ólafíustofu í Ósló

Event details

  • Fimmtudagur | 23. september 2021
  • 11:00

Nú förum við aftur af stað með Krílakaffi í Ólafíustofu, Pilestredet Park 20, 0179 Osló (beint á móti Extra búðinni).

Þetta eru notalegar samverustundir þar sem mömmur og pabbar, au pair, afar og ömmur geta hist með litlu ungunum sínum.

Það er alltaf heitt á könnunni, og boðið upp á einhverja hressingu.
Svo er líka dásamlegt að spjalla á íslensku um hvað sem er auk þess sem það eru leikföng og teppi fyrir litlu börnin.

Við hlökkum til að eiga margar gæðastundir saman á næstunni en fjölskyldumorgnar verða aðra hverja viku í vetur.

Stundum verður opið hús með notalegri samveru og söng og stundum boðið upp á fræðslu eða fyrirlestur.

Húsið opnar kl. 11.

Verið öll hjartanlega velkomin!!