Event details
- Sunnudagur | 27. desember 2020 to Sunnudagur | 10. janúar 2021
- 21:00
Við sendum út rafræna Jólatónleika í ár!
flytja jólaperlur við undirleik Gróu Hreinsdóttur
Sjáumst í jólaskapi
Jónína er uppalin frá Hofi í Öræfasveit og sækir oft innblástur fyrir verk sín suður undir jökul en hún semur texta og tónlist sjálf.
Jónína vann trúbadorkeppni á Rás 2 árið 2003 og eftir það fór hún í tónlistarnám, fyrst til Danmerkur í Den Rythmiske Hojskole og svo í 3ja ára nám við Musician Institute í Los Angeles.
Hún hefur gefið út 2 plötur með eigin efni og vinnur nú að nýju efni.
Guðbjörg Magnúsdóttir hefur starfað sem söngkona á Íslandi allt frá árinu 1997 eftir að hún fluttist heim frá Þýskalandi.
Guðbjörg hefur sungið í Borgaleikhúsinu og fjölmörgum sýningum á Broadway.
Hún hefur m.a sungið inn á teiknimyndir, sungið í ótal hjónavígslum, árshátíðum, tekið þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins, bæði á Íslandi og í stóru keppninni í Svíþjóð árið 2000.
Gróa Hreinsdóttir er menntaður píanókennari frá Tónlistarskóla Reykjavíkur og hefur starfað við tónlist allt sitt líf. Kórastarf og kirkjutónlist hafa verið aðalstarf hennar síðustu áratugi, en hún starfar í dag sem organisti við tvær kirkjur í Drammen; Tangen og Strømsø, og starfaði áður sem slík á Íslandi. Gróa var formaður félags íslenskra kórstjóra um tíma og hefur stýrt fjölda kóra á Íslandi og stýrir í dag tveimur kvennakórum í Noregi. Hún hefur spilað í danshljómsveit og er einn forsprakka tónleikanna Jól í Ósló sem haldnir hafa verið undanfarin ár og verið vel sóttir.