Event details
- Sunnudagur | 4. desember 2022
- 14:00
Íslenska kirkjan í Noregi í samstarfi við Íslendingafélagið í Stavanger – Islandsk Norsk forening, býður alla velkomna á Jólahátíð 4. desember í Madlamark kirkju í Stavanger.
Dagurinn verður hlýr og hátíðlegur með mikilli tónlist, jólalestrum og söngvum, og jólaballi.
Jólahátíðin hefst kl. 14 með aðgengilegri og ljúfri jólaguðsþjónustu fyrir alla fjölskylduna, og að henni lokinni er jólaball í safnaðarheimilinu.
Það verður heitt kaffi á könnunni og allir taka með eitthvað gott á sameiginlegt kaffihlaðborð.
Gengið verður í kringum jólatré og hver veit nema jólaleynigestur mæti á svæðið með góðgæti í poka.
Hlökkum til að sjá sem flesta og verið hjartanlega velkomin!