fbpx

Íslenskir barnabókadagar

Event details

  • Þriðjudagur | 3. maí 2022
  • 12:00
  • Pilestredet Park 20
Íslenskir barnabókadagar
Dagana 3. -5. maí verður skiptimarkaður í Ólafíustofu á íslenskum barnabókum.
Við tökum við vönduðum og vel með förnum íslenskum barnabókum og hægt er að taka með sér bækur heim að kostnaðarlausu.
Með þessu átaki viljum við hvetja til lesturs á íslenskum barnabókmenntum og stuðla að áhuga barna og ungmenna á íslenskum ævintýrum.
Dagana 4. og 5. maí verður lengri opnunartími í Ólafíustofu þar sem verður boðið upp á upplestur, föndur og notalegheit á úlfatíma í Ólafíustofu.
Opnunartímar fyrir bókadaga eru eftirfarandi:
Þriðjudagurinn 3. maí: 10:00 – 14:00
Miðvikudagurinn 4. maí: 12:00 – 17.00
Fimmtudagurinn 5. maí: 12:00 -20:00
Sjáumst í lestrargleði!
Starfsfólk,
Ólafíustofu