fbpx

Hvernig get ég hjálpað barninu mínu? – Aðalheiður Sigurðardóttir

Event details

  • Fimmtudagur | 22. apríl 2021
  • 20:30
Hvernig get ég hjálpað barninu mínu?
Flesta daga gekk ég á eggjaskurnum heima við. Barninu mínu leið ekki vel og sprakk úr reiði við minnsta tilefni. Það var kvíðið og vildi ekki fara í skólann. Hvert kvöld var barátta, hver morgunn var barátta – í rauninni, hver dagur. Oftar en ekki dundu á mér reiðiorð og jafnvel steyttir hnefar. Ég var uppgefin, sorgmædd og í hreinskilni sagt, líkaði mér stundum ekki við barnið mitt…
…ef þú vilt heyra meira og vita hvernig allt snérist við – vertu með þann 22.apríl á fyrirlestri mínum þar sem ég deili mér þér persónulegri reynslusögu.
Með því að tvinna saman þekkingu fra taugaskynjun og heilaþroska með persónulegu ferðalagi inní eigin uppeldissögu og tilfinningar – fann ég réttu brautina að kærleiksríkum lausnum fyrir barnið mitt og fjölskylduna alla. Fyrirlestrinum er ætlað að veita praktísk ráð og innblástur að kærleiksríkri tengslamyndun og betri hversdagsleika.
Hlakka til að sjá þig

Aðalheiður

Aðalheiður Sigurðardóttir er stofnandi verkefnis Ég er unik (www.egerunik.is) og hefur um árabil starfað sem fyrirlesari og tengslaráðgjafi fyrir foreldra og fagfólk, með sérstaka áherslu á einhverfuróf, ADHD og kvíða. Hún er jafnframt að mennta sig sem EQ-terapeut. Hún er móðir tveggja, einstakra barna sem upplifa heiminn sterkt og hefur áralanga og persónulega reynslu af margskonar áskorunum og hefur á sínu ferðalagi byggt upp sérþekkingu á tengslamyndun.