fbpx

Haustferð í Íslendingahúsið í Norefjell – Gæðastundir

Event details

  • Fimmtudagur | 14. september 2023
  • 10:00
  • Íslendingahúsið í Norefjell
Við bjóðum í spennandi haustferð í Íslendingahúsið í Norefjell þann 14. september næstkomandi.
Farið verður frá Ólafíustofu kl. 10. með rútu og er áætlaður komutími til baka til Ólafíustofu kl. 19:30.
Boðið verður upp á dýrindis hádegisverð í húsinu og eftir matinn verður hægt að skoða Íslendingahúsið og heyra sögu þess.
Eftir samverustundina í Íslendingahúsinu þá kíkjum við í kaffi og kruðerí í sveitarrómantíkina í Villa Fridheim. Þar fáum við einnig tækifæri á því að skoða okkur um á safninu sem er ævintýri líkast
Þáttaka er ykkur að kostnaðalausu en nauðsynlegt er að skrá sig með fullu nafni fyrir mánudaginn 3. september, með því að senda sms í síma. 948 40 756 eða í tölvupósti kirkjan@kirkjan.no.
Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þið viljið frekari upplýsingar, en ferðin á að vera mjög aðgengileg flestum.
Verið öll hjartanlega velkomin!
Við hlökkum til að sjá ykkur 🙂